Flytur inn í 10 fermetra herbergi með kærastanum til að eiga fyrir námi: „Ég tilheyri lágstétt og ekkert má út af bera“

Auglýsing

Ágústa Kolbrún Guðrúnardóttir er bílstjóri á farmflutningabifreið, hún lenti í bílslysi árið 2011 og festi kaup á íbúð í Breiðholtinu fyrir slysabæturnar. Hún segir frá starfi sínu og fjallar um leigumarkaðinn á Íslandi í viðtalsröðinni „Fólkið í Eflingu.“

„Ég fór út á vinnumarkaðinn 16 ára gömul. Ég vann á kassa í Bónus, American Style og MS ís í þrjú ár. Hérna hef ég verið Búkollubílstjóri síðan 2016 í styttri og lengri tíma. Þetta eru farmflutningar, flytjum úrgang og önnur efni á milli staða. Búkolla vegur allt upp í 70 tonn með farmi og það má ekki aka henni út á malbikinu,“ segir Ágústa.

Sjá einnig: Clarivelle á sex börn og fær 270 þúsund krónur útborgað: „Stundum borða ég sjálf bara núðlur“

Ágústa skellti sér í nám í pípulagningum en báðir afar hennar voru pípulagningamenn. Hún segist nú vinna eins mikið og hún geti til þess að safna fyrir skólanum og framkvæmdum í íbúðinni sinni.

Auglýsing

„Leigumarkaðurinn setur fólk í þvílík vandræði og margir hafa búið hjá mér sem hafa verið í einhverskonar millibilsástandi, annaðhvort að safna fyrir eða bíða eftir íbúð. Ég minnist þess ekki að ég hafi nokkur tímann búið ein.“

Hún segist ætla að leigja út íbúðina sína og flytja inn með kærasta sínum í 10 fermetra herbergi sem foreldrar hans eiga.

„Ég tilheyri lágstétt og ekkert má út af bera. Ég hélt að ég tilheyrði millistétt en það eru bara tvær stéttar, lágstétt og hástétt. Millistéttin er að þurrkast út og fólk færist nær þeim ás sem liggur næst þeim.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram