FoodCo selur veitingastaðinn Greifann á Akureyri

Veitingastaðurinn Greifinn á Akureyri hefur verið seldur. Þetta kemur fram á vefnum Kaffið.is. Hjónin Arinbjörn Þórarinsson og Hugrún Helga Guðmundsdóttir hafa ásamt félaginu Natten ehf. keypt rekstur Greifans af veitingarisanum FoodCo.

Arinbjörn hefur starfað sem framkvæmdastjóri Greifans ásamt Hugrúnu eiginkonu sinni undanfarin tíu ár. Þau taka við rekstrinum 1. desember næstkomandi og segjast í samtali við Kaffið hafa átt mjög ánægjulegt samstarf við Foodco.

Greifinn er sögufrægur veitingastaðurinn og hóf núverandi starfsemi sína árið 1990 en FoodCo keypti staðinn árið 2006. Natten rekur Ak-inn og Leirunesti á Akureyri hefur jafnframt keypt af sömu aðilum fasteignina að Glerárgötu 20 sem hýsir Greifann, samkvæmt frétt Kaffisins.

Auglýsing

læk

Instagram