Formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar tvísaga um lokahóf meistaraflokks kvenna

Auglýsing

Inga Lilja Lárusdóttir, formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar, er tvísaga um lokahóf meistaraflokks kvenna hjá Aftureldingu. Í viðtali við Vísi um helgina sagði hún að alltaf hafi staðið til að halda sér hóf fyrir konurnar en ekki væri búið að ákveða hvenær það yrði. Í tilkynningu sem birt er á heimasíðu íþróttafélagsins og hún skrifar undir kemur fram að alltaf hafi staðið til að halda hóf fyrir konurnar 24. maí.

Sjá einnig: Afturelding heldur aðeins lokahóf fyrir meistaraflokk karla, ekki kvenna: „Þetta er óþolandi“

Nútíminn fjallaði fyrst um málið um helgina og ræddi við Írisi Kristínu Smith, leikmann meistaradeildar kvenna í handbolta hjá Aftureldingu. Hún vakti athygli á því á Twitter að aðeins væri haldið lokahóf fyrir meistaraflokk kvenna, ekki karla.

Auglýsing

Í frétt Nútímans kemur fram að Íris sendi formanninum Ingu Lilju tölvupóst 27. apríl. Þá hafði verið ákveðið að halda lokahóf fyrir karlana 12. maí og vildi leikmaðurinn vita hvort ekki væri hægt að halda sameiginlegt hóf fyrir konurnar og karlana, eða að minnsta kosti sér hóf fyrir konurnar. Inga svaraði leikmanninum nokkrum dögum síðar, eða 5. maí og sagði hún að málið yrði skoðað. Í svarinu frá formanninum kom ekki fram að búið væri að ákveða að hóf kvennanna yrði haldið 24. maí. Þar hefði aftur á móti verið sterkur leikur að koma því á framfæri.

Sjá einnig: Inga segir ekki rétt að konurnar í Aftureldingu fá ekki lokahóf: „Það er ekkert kynjamisrétti hjá okkur“

Eftir að Nútíminn birti frétt um málið ræddi Inga Lilja við Vísi og sagði rangt að ekki yrði haldið hóf fyrir konurnar. Hófið yrði haldið en ekki væri búið að ákveða hvenær. Hér má sjá skjáskot úr frétt Vísis um málið.

Nú hefur Inga Lilja birt tilkynningu á heimasíðu Aftureldingar þar sem fjallað er um málið vegna umfjöllunar Nútímans. Þar segir:

„Stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar vill árétta að alltaf stóð til að halda lokahóf meistaraflokks kvenna þann 24. maí næstkomandi. Skortur á samskiptum varð þess valdandi að óvissa virðist hafa skapast um lokahófið.“

Í tilkynningunni er ekki útskýrt hvaða „óviðráðanlegu“ orsakir urðu til þess að ekki varð hægt að verða við ósk leikmannsins.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram