Framkvæmdastjóri IKEA segir alla geta lækkað verð: „Engin rök fyrir því að lækka ekki verðið“

Framkvæmdastjóri IKEA segir alla verslun í landinu geta lækkað verð. IKEA hefur ákveðið að lækka verð á öllum vörum sínum um að meðaltali 3,2 prósent.

Sjá einnig: Lægðin breytti IKEA í KEA

Í tilkynningu frá IKEA kemur fram að verð í versluninni hafi ekki hækkað síðan árið 2012. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir verðið lækki enn frekar ef krónan heldur áfram að styrkjast. „Hver og ein einasta vara lækkar í verði og það finnur enginn vöru hjá okkur sem er ekki ódýrari en í síðasta vörulista,“ segir hann.

Krónan hefur styrkst og þetta er því það eina rétta í stöðunni. Það eru engin skynsöm rök fyrir því að lækka ekki verðið. Lækkun olíuverðs á heimsvísu hefur dregið úr framleiðslu- og flutningskostnaði.

Þórarinn bendir einnig á að kakan sé að stækka. „Túrismi er mikill allt árið og flestöll fyrirtæki finna fyrir því,“ segir hann.

„Það liggur við að það seljist meira af öllu. Hér áður fyrr veiktist gengið alltaf á haustin en það gerðist ekki í fyrra í fyrsta skipti. Þessi styrking hefur aukið hagnað allra fyrirtækja. Öll verslun í landinu getur lækkað verð.“

Auglýsing

læk

Instagram