Framsókn minnsti flokkurinn ásamt VG og Pírötum

Enginn marktækur munur er á fylgi Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og Pírata, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Flokkarinn mælast allir með um 10% fylgi og vikmörk fylgisins skarast. Það má því gera ráð fyrir því að þeir séu allir á svipuðu róli.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni og mælist með tæplega 27% fylgi en Samfylkingin og Björt framtíð mælast með svipað fylgi, í kringum 20%.

Auglýsing

læk

Instagram