Fyndnu syttunni af Ronaldo skipt út fyrir nýja

Brjóstmynd af fótboltamanninum knáa Cristiano Ronaldo, sem var komið fyrir á flugvelli á eyjunni Madeira undan ströndum Portúgal þaðan sem kappinn á rætur sínar að rekja, og vakti heimsathygli fyrir það hvað hún var furðuleg hefur verið fjarlægð og nýrri komið fyrir í stað hennar. BBC greinir frá þessu.

Brjóstmyndin var eftir myndhöggvarann Emanuel Santos og vakti gríðarlega mikla athygli þegar henni var komið fyrir á flugvelli Madeira í fyrra. Hún þótti ekki mjög lík fótboltamanninum og var gert mikið grín af henni á Internetinu.

Henni hefur nú verið skipt út fyrir brjóstmynd sem þykir líkjast fótboltamanninum mun meira. Var þetta gert að beiðni fjölskyldu Ronaldo í gegnum CR7 safnið, sem er tileinkað fótboltamanninum og staðsett er á eyjunni. Skiptin áttu sér stað á föstudag þegar Ronaldo skoraði þrennu í leik Portúgals og Spánar á HM í Rússlandi.

Það eru þó ekki allir sáttir með þessi skipti og hefur undirskriftasöfnun verið sett af stað til að fá gömlu styttuna aftur en hún hefur verið mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.

Gamla styttan vinstra megin og nýja styttan hægra megin

Santos fékk þó tækifæri til að bæta ráð sitt en samt sem áður var ákveðið að skipta um styttu

Auglýsing

læk

Instagram