Gleymdar vaxmyndir í myndbandi Young Karin

Karin Sveinsdóttir og Logi Pedro skipa dúettinn Young Karin sem hefur sent frá sér myndband við lagið Sirens.

Ásamt Karin og Loga eru vaxmyndir sem eru nú í geymslu í Kópavogi í aðalhlutverki í myndbandinu. Samkvæmt Vísi voru stytturnar til sýnis í Þjóðminjasafninu frá 1951 til 1969.

Í safninu má finna vaxmyndir af Napóleon, William Shakespeare og Adolf Hitler. Á meðal innlendra fyrirmynda vaxmyndanna eru Jónas frá Hriflu, Sigurður Nordal og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.

Magnús Leifsson leikstýrir myndbandinu.

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram