Guðni Th. líklega fyrsti forsetinn sem sinnir embættisverki með buff á höfðinu, afhjúpaði skilti

Mynd af Guðna Th. Jóhannessyni með buff frá Alzheimer-samtökunum sem birt var með frétt á mbl.is hefur vakið mikla athygli.

Telja verður líklegt að þetta sé fyrsti forseti Íslands sem sinnir embættisverki með höfuðfat af þessu tagi. Blaðamaðurinn Sigurður Bogi Sævarsson tók myndina.

Guðni var viðstaddur afhjúpun á upplýsingaskilti um gamlar minjar á svonefndum Skansi í landi Bessastaða í gærmorgun.

Guðni heimsótti Fríðuhús, sérhæfða dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun, á föstudaginn og fékk buffið þá að gjöf.

Buffið hefur líklega sinnt hlutverki sínu og skýlt honum fyrir veðri og vindum í gær. Með í för var dóttir þeirra Guðna og Elizu Reid og var hún í stígvélum, úlpu og vettlingum með húfu og trefil.

Auglýsing

læk

Instagram