Bardagakappinn Gunnar Nelson lagði Alan Jouban á bardagakvöldi UFC í London í Bretlandi í kvöld.
Þegar 46 sekúndur voru liðnar af annarri lotu sigraði Gunnar Jouban með hengingartaki.
Þetta var fyrsti bardagi Gunnars í UFC síðan í maí á síðasta ári. Þá hafði hann betur gegn Rússanum Albert Tumenov.
Síðustu mánuði hefur Gunnar verið að jafna sig eftir að hann sneri á sér ökklann á æfingu hjá UFC. Hann varð því að hætta við bardaga við Kóreubúann Dong Hyun Kim í Belfast í nóvember á síðasta ári.