Hætt við að opna nýjan vef RÚV á síðustu stundu

Til stóð að menntamálaráherra myndi opna nýjan vef RÚV á dögunum en hætta þurfti við áformin á síðustu stundu.

Sjá einnig: RÚV býður fólki að prófa nýjan vef

Heimildir Nútímans herma að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hafi verið mættur upp í Efstaleiti þar sem opna átti nýja vefinn. Búið var að bera veitingar á borð og allt átti að vera klappað og klárt þegar hætta þurfti við allt saman.

Samkvæmt heimildum Nútímans var atburðarásin nokkuð æsileg — nánast í líkingu við Hollywood kvikmynd. Illugi var tilbúinn að opna nýja vefinn þegar starfsmaður vefdeildarinnar kom hlaupandi og hrópaði að hætta þyrfti við allt.

Sérstök prufuútgáfa af vefnum hefur verið uppi á slóðinni beta.ruv.is. Á prufuvefnum kemur fram að vefurinn sé ennþá í mótun og því ekki ólíklegt að notendur rekist á einstaka hnökra hér og þar:

Helstu breytingar eru breytt viðmót á fréttum og breytt viðmót í Sarpi.  Fréttir sem birtast hér eru innan við sólahringsgamlar en þær eru teknar yfir jöfnum höndum einu sinni á sólahring eins og sakir standa.

Auglýsing

læk

Instagram