Hafði verið látinn íbúð sinni skammt frá Hlemmi í þrjár vikur, íbúar fundu einkennilega lykt í húsinu

Karlmaður fannst látinn í íbúð sinni í fjölbýlishúsi skammt frá Hlemmi þann 12. nóvember síðastliðinn.

Talið er að maðurinn hafi verið látinn í að minnsta kosti þrjár vikur áður en hann fannst.

DV greinir frá.

Íbúar í húsinu fundu einkennilega lykt í húsinu og laugardaginn 12. nóvember töldu þeir að um nálykt væri að ræða, eða lykt af rotnandi líki og kölluðu til lögreglu.

DV ræðir við íbúa í húsinu sem vildi ekki koma fram undir nafni. Hann hafði ekki dvalið í íbúð sinni í um tíma en kom heim 10. nóvember og fann þá einkennilega lykt.

„Strax þegar ég kem inn í stigaganginn mætir mér þessi sérkennilega fýla, sem minnti á kæsta skötu. Ég spurði meðleigendur hvort þeir hefðu orðið varir við lyktina og þeir sögðu að þeir hefðu orðið hennar varir viku áður en hún hefði svo stigmagnast,“ segir íbúinn í samtali við DV.

Auglýsing

læk

Instagram