Hannes Hólmsteinn segir að Lilja þurfi að læra á andstreymi

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, segir í færslu á Facebook í gærkvöldi að Lilja Alfreðsdóttir þurfi að læra að kippa sér ekki upp við andstreymi. Sjáðu færslu Hannesar hér að neðan.

Sjá einnig: Sjáðu magnað viðtal við Lilju Alfreðsdóttur: „Þeir eru ofbeldismenn“

„Lilja er mjög frambærilegur stjórnmálamaður. En hún þarf að læra að kippa sér ekki upp við andstreymi. Ólafur Thors orðaði þetta vel: Ég er kominn með sigg á sálinni. Stjórnmálamenn þurfa að vera með sigg á sálinni. Og þeir þurfa, eins og Ólafur sagði líka, að læra að kvíða ekki fyrir og sjá ekki eftir,“skrifar Hannes.

Lilja Dögg kom fram í Kastljósi í gær þar sem hún sagði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason vera ofbeldismenn sem ekki ættu að hafa dagskrárvald í íslensku samfélagi. 

Færsla Hannesar

Ég er alveg sammála Birni. Lilja er mjög frambærilegur stjórnmálamaður. En hún þarf að læra að kippa sér ekki upp við…

Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on Miðvikudagur, 5. desember 2018

Auglýsing

læk

Instagram