Haukur Harðar á BBC: Við trúum þessu ekki

„Fólk er að klípa sig í hendurnar. Við trúum ekki hvað gerðist í kvöld.“ Þetta sagði íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson, í viðtali við BBC World News í gærkvöldi.

Gamall draumur Hauks rættist þegar hann var kallaður í viðtal af Breska ríkisútvarpinu BBC í kjölfarið á leik Íslands og Hollands í gærkvöldi. Eða eins og hann sagði á Instagram í gærkvöldi:

Nettur draumur fyrir mann í mínu starfi rættist óvænt á miðnætti þegar ég fór í viðtal á BBC World News og talaði um meistarana í íslenska landsliðinu!

Viðtalið má sjá hér fyrir neðan en Haukur stóð sig með ágætum og hefur augljóslega haldið enskunni vel við:

 

Auglýsing

læk

Instagram