„Hefurðu hitt Jón Gnarr?“

Mad Men-leikarinn Jon Hamm var gestur Craig Ferguson í spjallþætti þess síðarnefnda á dögunum. Ferguson nýtir hvert tækifæri til að tala um Ísland og þá sérstaklega Jón Gnarr og kom okkar manni að í spjallinu við Hamm — eins og RÚV bendir á.

Brotið úr þættinum má sjá hér fyrir neðan.

„Hefurðu hitt Jón Gnarr? Hann er frábær,“ sagði Ferguson áður en hann sagði Hamm frá Besta flokknum og stefnumálum hans. Hamm sagði Ísland í miklu uppáhaldi hjá sér, þrátt fyrir að hann hafu reyndar aldrei farið þangað.

The Late Late Show er hugarfóstur spjallþáttakóngsins David Letterman og hefur verið á dagskrá frá árinu 1995. Craig Ferguson hefur stýrt þættinum frá árinu 2005 og hyggst hætta í lok árs.

Hér má sjá Ferguson segja Hamm frá Jóni Gnarr:

Auglýsing

læk

Instagram