Hleypt inn í verslun Húrra Reykjavík í tíu manna hollum í morgun, röðin náði upp á Laugaveg

Verslunin Húrra Reykjavík hóf í morgun sölu á strigaskónum YEEZY BOOST 350 V2 Core White. Röð áhugasamra kaupenda náði alla leið frá Hverfisgötu upp á Laugaveg þegar verslunin var opnuð klukkan níu í morgun og er hleypt inn í tíu manna hollum.

Sjá einnig: Biðu í langri röð eftir striga skóm frá Kaney West

Parið kostar 29.990 krónur og getur hver viðskiptavinur aðeins keypt eitt. Skórnir eru hannaðir af Kanye West og njóta gríðarlegra vinsælda. Fjöldi fólks beið eftir nýjustu sendingunni 17. desember í fyrra, sem og 15. desember 2015.

Á Facebook-síðu Húrra Reykjavík segir að barnastærðir af skónum verði seldar með svokölluðu Instagram “Raffle” fyrirkomulagi vegna þess hve fá pör eru í boði. Áhugasamir gátu sent versluninni skilaboð á Instagram og beðið um ákveðna stærð. Dregið var úr umsóknum í gærkvöldi og fengu viðskiptavinir í kjölfarið skilaboð með útskýringum um hvernig skuli nálgast parið. Barnastærðirnar kosta 19.900 krónur.

 

Auglýsing

læk

Instagram