H&M með mörg þúsund fermetra verslunarrými á Íslandi

Versl­un H&M verður opnuð í Smáralind í byrj­un sept­em­ber á næsta ári, í Kringl­unni fyr­ir ára­mót­in 2017 og 2018 og á Hafn­ar­torgi 2018. Þetta kemur fram á mbl.is.

H&M verður staðsett í vesturenda Smáralindar sem nú hýsir verslunina Debenhams. Rýmið er 4.000 fermetra stórt. Ekki liggur fyrir hvar í Kringlunni H&M verður með verslun en á Hafnartorgi tekur verslunin taka þriðjung af 9.000 fermetra verslunarplássi.

DV greindi frá viðræðum H&M við íslenska aðila í apríl og hjólin hafa snúist hratt síðan þá. H&M hefur lengi horft til Íslands. Jakob Frímann Magnússon sagði í Fréttablaðinu árið 2011 að sænski risinn væri að skoða í fullri alvöru að opna hér á landi.

Ég er búinn að verja töluverðum tíma sem framkvæmdastjóri miðborgarinnar okkar í að útvega Hennes & Mauritz upplýsingar um hverfið sem þeir eru að horfa til, efsta hluta Laugavegarins, bílastæða, fjölda verslana í kring og hverslags verslanir það eru.

Í janúar árið 2012 voru settir límmaðar á húsið við Laugaveg sem hýsti áður fataverslunina 17 um að H&M myndi opna þar. Það reyndist vera hrekkur á vegum nemenda í LHÍ.

H&M nýtur mikilla vinsælda á meðal Íslendinga. Samkvæmt rannsókn á meðal notenda Meniga eru verslanirnar lengi búnar að vera þær vinsælustu hjá Íslendingum, þrátt fyrir að vera ekki staðsettar hér á landi.

Fjórðungur 18 þúsund manna úrtaks verslaði í H&M á þriggja mánaða tímabili á árinu, frá apríl til júní.

Auglýsing

læk

Instagram