H&M opnar fyrr en áætlað var í Smáralind

Opnun H&M á Íslandi hefur verið flýtt. Fyrsta verslunin opnar í Smáralind í ágúst en áður stóð til að opna verslunina í september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá H&M. Verslun H&M í Kringlunni opnar í september og verslunin í miðbænum opnar á næsta ári.

Verslunin Smáralind verður um 3.000 á stærð á tveimur hæðum. Filip Ekvall, svæðisstjóri H&M í Noregi og á Íslandi, segist í tilkynningu vera í skýjunum yfir því að vera loksins að opna á Íslandi. „Við vitum að lengi hefur verið beðið eftir komu H&M til Íslands og við hlökkum mikið til að geta hrifið með okkur þjóðina og staðið undir væntingum.

Þar að auki erum við gífurlega stolt af nýráðnu samstarfsfólki okkar í H&M á Íslandi – við höfum fundið frábært teymi fyrir verslanir okkar.

Í tilkynningunni kemur fram að allar fatalínur H&M verði fáanlegar í versluninni, þar á meðal dömu- og herrafatnaður, barnaföt, skór, aukahlutir, undirföt og snyrtivörur. Auk þess mun verslunin fá sérstakar línur í sölu eins og H&M Studio og Conscious Exclusive.

Auglýsing

læk

Instagram