Hraðfréttadrengirnir Benni og Fannar fengu fullan hlut á frystitogaranum: „Þetta var rúm milljón“

Hraðfréttadrengirnir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson fengu rúma milljón hvor fyrir sinn hlut þegar þeir tóku upp sjónvarpsþáttinn Hásetar sem sýndir hafa verið á Rúv undanfarnar vikur. Þetta kom fram í þættinum Ísland í bítið í morgun þar sem Fannar fór yfir fréttir vikunnar ásamt Gunnari Sigurðarsyni.

Sjá einnig: Fannar og Benni fara á sjó í nýjum sjónvarpsþáttum

„Þetta var rúm milljón,“ sagði Fannar þegar Gunnar, félagi hans, gekk á hann um hvort hann hefði fengið eitthvað fyrir túrinn. „Við bara réðum okkur sem háseta um borð og það fiskaðist vel,“ sagði Fannar sem vel gæti hugsað sér að fara aftur á sjó.

Þeir félagar réðu sig sem háseta á frystitogarann, Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 sem Þorbjörn í Grindavík gerir út og fóru í 30 daga túr. Þar voru þættirnir vinsælu teknir upp.

Viðtalið í heild má heyra hér

Auglýsing

læk

Instagram