Sjö barnastjörnur sem rændu hjörtum okkar

Sumar barnastjörnur halda áfram í skemmtanabransanum á meðan aðrar fara að gera eitthvað allt annað. Nútíminn tók saman lista yfir barnastjörnur sem við þekkjum öll eftir að þær rændu hjörtum okkar.

7.

Jónmundur Grétarsson söng lagið Á morgun í söngleiknum Bugsy Malone. Jónmundur var að útskrifast sem leikari í vor frá skóla í San Francisco. Hann fer með hlutverk Gogga Mega í Latabæ og Ólaf bróðir Karitasar í sýningunni Karitas. Báðar sýningarnar eru í Þjóðleikhúsinu.

6.

barnastjarna6

Katrín Sigurðardóttir, betur þekkt sem Kata, gaf út geisladisk með ábreiðum af vinsælum erlendum lögum árið 2002, þá aðeins tíu ára gömul. Katrín er nú nemi við Háskóla Íslands þar sem hún er að læra Ferðamálafræði með markaðsfræði- og alþjóðaviðskipti sem aukagrein.

5.

barnastjarna5

Freydís Kristófersdóttir lék Yrsu í kvikmyndinni Stikkfrí frá árinu 1997. Freydís vinnur nú sem þjónn á Snaps og sér um plönturnar þar inni. Hún er með mörg járn í eldinum og í frítíma sínum býr hún til keramiklist. Hún er útskrifuð úr Myndlistaskólanum í Reykjavík.

4.

barnastjarna4

Bergþóra Aradóttir fór með hlutverk Hrefnu í Stikkfrí. Hún vinnur sem markaðsfulltrúi hjá Marel.

3.

barnastjarna3

Benedikt Andrason lék Pétur í söngvamyndinni Regínu. Benedikt er þessa stundina nemi við Myndlistaskólann í Reykjavík.

2.

barnastjarna2

Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir lék Regínu í samnefndri mynd. Hún er nú búsett í London en hún útskrifaðist úr leikslistarskóla þar í fyrra.

1.

barnastjarna1

Logi Pedro Stefánsson hóf feril sinn sem bassaleikari hljómsveitarinnar Retro Stefson. Retro Stefson undirbýr um þessar mundir útgáfu fjórðu plötu sveitarinnar. Logi er ásamt því að gera það gott með nýrri hljómsveit, Young Karin, sem hann er í ásamt Karin Sveinsdóttur.

Fylgdu Nútímanum á Facebook og þú missir ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Instagram