„Í dag vantar Blóðbankann blóð eins og vanalega en pabbar mínir mega ekki gefa blóð“

Hinsegin dagar hófust í vikunni og Álfrún Perla Baldursdóttir vakti í gær athygli á því að samkynhneigðir karlmenn mega ekki gefa blóð. Hún birti mynd af sér á Facebook þar sem hún var að gefa blóð og sagðst gera það í nafni pabba sinna.

Sjá einnig: Skólavörðustígur málaður í litum regnbogans

„Í dag vantar Blóðbankann blóð eins og vanalega en pabbar mínir mega ekki gefa blóð. Ég gaf því í dag blóð í nafni þeirra,“ sagði hún og benti á reglur Blóðbankans, að karlmenn sem hafa haft samfarir við sama kyn megi ekki gefa blóð.

Er þessi regla ekki orðin heldur úrelt? Helst myndi ég vilja afnema þessa reglu en henni að baki liggja ákveðnar skýringar sem fara fram hjá flestum þegar þeir fara yfir reglurnar.

Hún telur svo upp skýringarnar sem hún hefur fengið á reglunni.

„Ein skýringin sem ég hef fengið á fyrrnefndri reglu er sú að slímhúðin í endaþarmi er viðkvæmari en slímhúð í leggöngum og því séu meiri líkur á smiti á kynsjúkdómum.

Ef við viljum halda okkur við þá skýringu og hafa blóðið í Blóðbankanum sem “hreinast” ætti reglan þá ekki einfaldlega að vera: Ekki má gefa blóð ef þú hefur stundað endaþarmsmök?“

Þá segir hún að sú skýring hafi verið notuð að hommar stundi óábyrgara kynlíf þ.e. sofi hjá fleirum án þess að nota smokk.

„Þar að auki getur HIV verið ógreinanlegt í blóði fyrstu sex mánuði eftir smit. Ef til vill væri hægt að þrengja staðhæfinguna enn frekar og hafa hana: „Ég hef ekki stundað endaþarmsmök síðastliðna sex mánuði“ eða „Ég hef ekki stundað endaþarmsmök án smokks síðastliðna 6 mánuði.

Auðvitað myndu fleiri ekki mega gefa blóð en reglan myndi byggja á sömu skýringu og ekki ýta undir fordóma og hræðslu.“

Auglýsing

læk

Instagram