Ingleif og María eiga von á barni

Athafna- og söngkonan Ingileif Friðriksdóttir og eiginkona hennar María Rut Kristinsdóttir tilkynntu á Instagram að þær eiga von á barni saman.

Þær hjónin skutust fyrst upp á íslenskan stjörnuhimininn fyrir Snapchat-aðgang sinn Hinseginleikann, þar sem málefni hinsegin fólks voru tekin fyrir við stórgóðar undirtektir. Hugmyndin þróaðist síðar út í þáttaröðina Hinseginleikann sem sýnd var á RÚV í fyrra og hlaut einróma lof áhorfenda og gagnrýnenda.

Ingileif er nýlega orðin dómari í Gettu betur ásamt Vilhelm Antoni Jónssyni. María Rut starfar sem aðstoðamaður Þorgerðar Katrínar, formanns Viðreisnar. María einn son fyrir.

Stúlkurnar eru vinsælar á samfélagsmiðlum þar sem þær deila ýmsu tengdu hinseginmenningu og persónulegu lífi sínu. Þær giftu sig í fyrra sumar og vakti myllumerkið #hressbíur mikla athygli á Instagram, þar sem giftingin og veislan var sýnd nánast í beinni. Veislan sem haldin var á Flateyri var vegleg og stjörnum prýdd og samkvæmt samfélagsmiðlum skemmtu veislugestir sér konunglega.

Hjónin eru nýbúnar að festa kaup á nýrri íbúð og ekki nóg með að barn sé á leiðinni hefur fjölskyldan einnig ákveðið að fá sér hund. Það verður því líf og fjör á heimili þeirra hjóna næsta haust!

Auglýsing

læk

Instagram