Ísland vann Kosovo og gulltryggði farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi

-Ísland vann Kosovo með tveimur mörkum gegn engu í lokaleiknum í undankeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta sem fer fram í Rússlandi á næsta ári. Ísland tryggði sér þar með farseðilinn á HM í fyrsta skipti í sögunni.

Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson skoruðu mörk Íslands í kvöld. Gylfi skoraði fyrra markið í lok fyrri hálfleiks eftir laglegt einstaklingsframtak og lagði svo upp seinna markið í seinni hálfleik.

Viðbrögð Heimis Hallgrímssonar við marki Gylfa voru ekkert sérstaklega ofsafengin

Ísland er fámennasta þjóðin sem hefur spilað á HM en engin þjóð með færri en milljón íbúa hefur spilað á mótinu. HM fer í Rússlandi fram dagana 14. júní til 15. júlí.

Auglýsing

læk

Instagram