Íslendingar þrifu líka búningsklefa sína á HM: „Ekkert landslið í heiminum hefur gengið jafn vel um klefann og Ísland”

Snyrtimennska Japana á HM í Rússlandi hefur vakið athygli í dag. Við sögðum frá því fyrr í dag að Japanar hefðu þrifið búningsherbergi sitt eftir leik liðsins gegn Belgíu á HM í gær. Þorgrímur Þráinsson var með landsliðinu í Rússlandi og hann segir frá því á Facebook í dag að Íslendingar hafi einnig gengið vel frá í klefanum eftir leiki á mótinu.

Þorgrímur lét myndir fylgja með af því hvernig strákarnir okkar skildu við klefann í Rostov eftir tapið gegn Króatíu en það var á sama velli og leikur Japana og Belga fór fram.

Sjá einnig: Japanir þrifu búningsherbergið sitt eftir að hafa dottið úr keppni á HM í gær

Þar sést hvernig landsliðið skilur við búningsklefa eftir leiki og má sjá að Íslendingar eru alveg jafn snyrtilegir og Japanar.

Þorgrímur segir þá einnig frá því þegar hann var með liðinu á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum að íslenska liðið hafi fengið hrós frá húsverði eftir 2-1 sigur á Englandi.

,,Ég hef verið húsvörður í rúmlega áratug. Ekkert landslið í heiminum hefur gengið jafn vel um klefann og Ísland. Skilaðu kveðju.“

Færslu hans og myndir má sjá hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram