Karl Kennedy vill taka þátt í Eurovision fyrir Ástralíu

Alan Fletcher, sem leikur lækninn Karl Kenney í Nágrönnum, vill taka þátt í Eurovision í maí fyrir hönd Ástralíu.

Ástralíu hefur verið boðið að taka þátt í tilefni af 60 ára afmæli keppninnar og Fletcher sagði í viðtali á útvarpsstöðinni Radio 5 í gær að ekkert sé meira spennandi og að hann langi gríðarlega til að taka þátt.

Hann bætti við að Ástralir hópist á keppnina á hverju ári og í frétt á vefnum Digital Spy kemur fram að þar í landi hafi þrjár milljónir mana horft á beina útsendingu frá keppninni í fyrra.

Fletcher kom til landsins í janúar og vakti mikla athygli. Her sést hann taka púlsinn á ritstjóra Nútímans:

Var eitthvað slappur í morgun. Dr. Kennedy var snöggur að bregðast við.

A photo posted by Atli Fannar (@atlierfannar) on

Auglýsing

læk

Instagram