Kings of Leon rokkaði í Höllinni: Þotuþreyttur söngvarinn ákvað að detta í það

Kings of Leon kom fram í Laugardalshöll í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin kemur til landsins en söngvarinn Caleb Followill lofaði áhorfendum að þeir myndu snúa aftur.

Caleb Followill þakkaði hljómsveitinni Kaleo kærlega fyrir upphitunina og gladdist yfir því að hljómsveitin ætli að taka upp tónlist í Nashville. Hann lyfti líka glasinu og sagði:

Við lentum snemma í morgun og ég er þotuþreyttur þannig að ég ætla að detta í það. Kannski lagast ég.

Loks sagði hann hljómsveitina lengi hafa hlakkað til að koma fram á þessum tónleikum en Kings of Leon heldur næst til Ungverjalands.

Kings of Leon tók mörg af sínum þekktustu lögum í kvöld, þar á meðal Use Somebeody, Knocked Up, Molly’s Chambers, On Call, Mary, Closer og endaði á ofurslagaranum Sex on Fire, eftir uppklapp gesta í Laugardalshöll.

Hljómsveitin var í miklu stuði og stemningin í Höllinni var góð.

Þegar hljómsveitin flutti lagið Cold Desert hvatti Caleb gesti til að lyfta símunum og úr varð ansi skemmtilegt sjónarspil.

 pifsp

Auglýsing

læk

Instagram