Konan sem grunuð er um íkveikju í Keflavík talin hafa kveikt í bíl fyrir utan sama hús í sumar

Íslensk kona á fertugsaldri sem er í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum, grunuð um að hafa lagt eld að þvottavélum á efstu hæð fjölbýlishúss við Hafnargötu í Keflavík í fyrrinótt er einnig grunuð um að hafa kveikt í bíl fyrir utan húsið í sumar.

Fyrrverandi kærasti konunnar býr í húsinu. Talið er að meint íkveikja konunnar hafi beinst gegn honum.

Átta íbúar hússins voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp á tveimur stöðum í húsinu. Tilkynnt var um eldinn rétt fyrir klukkan þrjú um nóttina.

Um þrjátíu manns búa í húsinu og er hluti íbúa fjölskyldur úr hópi hælisleitenda sem dvelja í húsinu á vegum Reykjanesbæjar.

Tekin verður ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir konunni í dag.

Bíll brann við sama hús í júní á þessu ári. Við rannsókn málsins beindist grunur lögreglu einnig að konunni sem er í haldi en ekki tókst að sanna að hún hefði kveikt í bílnum.

Auglýsing

læk

Instagram