Kraftmikill fyrirlestur Monicu Lewinsky: Var kölluð dræsa, skækja, drusla, hóra og „þessi kona“

Monica Lewinsky tjáir sig um skömmina í nýjum fyrirlestri á vefsíðunni Ted.com sem hún kallar „The Price of Shame“. Fyrirlesturinn má sjá hér fyrir neðan.

„Þegar ég var 22 ára varð ég ástfangin af yfirmanni mínum. Og þegar ég var 24 ára áttaði ég mig á afleiðingunum.“

Þetta segir Monica Lewinsky í fyrirlestrinum. Árið 1998 varð Lewinsky heimsfræg á einni nóttu eftir að upp komst um ástarsamband hennar og Bill Clinton, þáverandi forseta Bandaríkjanna.

Hún var kölluð dræsa, skækja, drusla, hóra og „þessi kona“. Hún segir að margir hafi séð sig en fáir hafi í raun þekkt sig.

Lewinsky fer um víðan völl í fyrirlestrinum sem er ansi kraftmikill. Horfðu á hann hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram