Krefjast þess að dómnefndarkerfið í Eurovision verði lagt niður: „Aðeins nokkrar manneskjur frá hverju landi“

Undirskriftasafnanir tengdar Eurovision eru vinsælar þessa dagana en nú hefur verið farið af stað með undirskriftarsöfnun þar sem krafist er þess að dómnefndarkerfið í keppninni verði lagt af og aðeins verði stuðst við stig úr símakosningum. Þetta kemur fram á Vísi í dag.

Yfir 2500 manns hafa þegar skrifað undir söfnunina sem var stofnuð eftir sigur Hollands í Eurovision á laugardaginn. Ef einungis hefði verið tekið mark á símakosningu í ár hefði Noregur hinsvegar unnið keppnina.

Með dómnefndarstigunum hafnaði Noregur í fimmta sæti og telja aðstandendur söfnunninnar að það sýni að dómnefndirnar séu alltof áhrifaríkar.

„Atkvæði dómara geta breytt uppröðun landanna algjörlega og það er mjög ósanngjarnt í ljósi þess að dómnefndirnar eru aðeins nokkrar manneskjur frá hverju landi. Atkvæði þjóðanna ættu að vera einu atkvæðin sem skipta máli.“

Ísland hefði hafnað í sjötta sæti ef símakosningin hefði einungis talið en endaði í því tíunda með atkvæðum dómnefnda.

Auglýsing

læk

Instagram