KSÍ ætlar að bjóða tíu meðlimum Tólfunnar á alla leiki Íslands á HM í Rússlandi

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að styrkja stuðningssveitina Tólfuna vegna HM í Rússlandi en tíu meðlimum úr sveitinni verður boðið á alla leiki Íslands á mótinu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í morgun.

„Stjórn KSÍ er einhuga í því að styrkja Tólfuna. KSÍ gerir sér fyllilega grein fyrir hinu mikilvæga hlutverki sem Tólfan hefur að gegna á leikjum íslensku landsliðanna,“ sagði Klara í samtali við Fótbolta.net í dag.

Klara ætlar að funda með Tólfunni á næstu dögum til að ganga frá útfærsluatriðum á samningnum. HM í Rússlandi hefst 14. júní 2018.

Leikir Íslands á mótinu
16. júní Argentína – Ísland
22. júní Nígería – Ísland
26. júní Ísland – Króatía

Auglýsing

læk

Instagram