Auglýsing

Landsliðsmenn mættir til sólarlanda

Það virðist sem svo að margir af íslensku landsliðsmönnunum í fótbolta hafi ekki haft mikinn áhuga á því að stoppa lengi í rigningunni á Íslandi eftir HM í Rússlandi. Íslenska liðið kom heim á þriðjudag og fá nú verðskuldað sumarfrí. Ef marka má Instagram síður leikmanna í liðinu hafa einhverjir drifið sig beint út á hlýjari áfangastaði.

Rúrik Gíslason sem safnaði yfir milljón fylgjendum á Instagram á meðan HM stóð setti inn myndir á Instagram síðu sína þar sem hann er staddur á Miami í Flórída fylki Bandaríkjanna ásamt þeim Alfreði Finnbogasyni, Sverri Inga Ingasyni, Aroni Gunnarssyni og Jóhanni Berg Guðmundssyni.

Þá er Gylfi Þór Sigurðsson mættir til Bahama eyja ef marka má Instagram reikning hans. Samúel Kári Friðjónsson er mættur til Osló í Noregi þar sem er skínandi sól og 19 gráður.

Ekki hafa allir leikmenn liðsins kost á því að ferðast til hlýrri landa en þeir Birkir Már Sævarsson, Ólafur Ingi Skúlason og Kári Árnason gætu spilað með liðum sínum í Pepsi deildinni á Íslandi á morgun.

Þá er Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, mættur til Vestmanneyja þar sem hann dæmdi í gær á Orkumótinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing