Leikhópurinn X mótmælir veðrinu: „Hver veður uppi á Veðurstofunni?“

Leikhópurinn X hefur fengið sig fullsaddann af veðrinu á Íslandi og efndi til mótmæla fyrir utan Veðurstofu Íslands í gær. Eins og alþjóð veit hefur veðrið ekki leikið við íbúa á suðvesturhorni landsins og rignt hefur nánast stanslaust síðan í maí. Á meðan hafa íbúar Norður- og Austurlands notið veðurblíðunnar og sólarinnar í botn.

Leikhópurinn birti myndband af mótmælunum á Facebook-síðu sinni þar sem þess er meðal annars krafist að „gera Ísland gult aftur.“ Einnig kalla mótmælendur „Skýlaust Ísland“ og „Við viljum sól.“

Það á þó eftir að koma í ljós hvort að mótmælin skili árangri en mögulega gæti rofað til í næstu viku.

Sjáðu gjörninginn hér

Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem veðrinu er mótmælt en Andri Snær Magnason rithöfundur rifjaði upp um daginn þegar mótmælt var fyrir utan Veðurstofuna árið 1983 vegna lélegs tíðarfars

Auglýsing

læk

Instagram