Limur Orra frá Þúfu verður ekki til sýnis

Eins og Nútíminn greindi frá í morgun sóttist Hið íslenzka reðasafn eftir því að fá lim stóðhestsins Orra frá Þúfu til sýningar en hann var felldur á dögunum. 

Hjörtur Gísli Sigurðsson, safnstjóri reðasafnsins, hafði samband við eigendur Orra frá Þúfu í morgun og var beiðni hans hafnað. Hjörtur Gísli segir það miður:

Því miður þá stendur ekki til að boða að fá æxlunarfæri Orra frá Þúfu til sýningar á safninu. Hann verður heygður í heilu lagi að Þúfu.

Orri frá Þúfu var þekktasti stóðhestur landsins. Hann varð tuttugu og átta vetra gamall og var dýrasti stóðhestur landsins síðastliðin fimmtán til tuttugu ár. Afkvæmi Orra voru um 1.320 talsins og áætlað verðmæti þeirra eru um tveir milljarðar króna.

Hið íslenzka reðasafn stendur við Hlemm í Reykjavík og hefur til sýnis getnaðarlimi undan hinum ýmsu dýrum. Frægasti gripur safnsins er limur Páls Arasonar sem hafði heitið því að gefa safninu kynfæri sín eftir andlát sitt.

Auglýsing

læk

Instagram