Löggan komin fram úr Of Monsters and Men

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu komst rétt í þessu fram úr hljómsveitinni Of Monsters and Men á Instagram. 56.578 manns elta Of Monsters and Men á samskiptamiðlinum en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er kominn með 60.611 fylgjendur.

Aðdáendum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað hratt frá því að vefsíðan Bored Panda birti nokkrar myndir af Instagram-síðu embættisins um síðustu helgi. 50 þúsund fylgjendur hafa bæst við á nokkrum dögum en fjölmargir vefir um allan heim hafa birt myndir frá lögreglunni og nú síðast birti slúðurbloggarinn, eða öllu heldur hundurinn hans: Teddy, umfjöllun á vefsíðu sinni.

Á sunnudaginn var lögreglan komin með rúmlega 33 þúsund fylgjendur. Nútíminn birti þá frétt um að lögreglan í New York væri langt fyrir aftan þá íslensku með „aðeins“ rúmlega 11 þúsund fylgjendur.

Þórir Ingvarsson sagði í samtali við Vísi í gær að vinsældirnar séu ákveðin viðurkenning fyrir lögregluna.

Þegar við byrjuðum á Instagram ákváðum við að það myndi vera leið til að sýna löggæslu út frá sjónarhorni lögreglunnar. Sex manns sjá um síðuna og það eru allt lögreglumenn á vöktum. Þeir geta sagt frá því sem þeim finnst áhugavert og við hugsuðum þetta þannig að við værum að skapa miðil þar sem hægt væri að hafa samskipti við borgarana.

Nýjasta mynd lögreglunnar er með um 4.400 like.

Hvar enda þetta? Beyoncé er með um 17,8 milljónir fylgjenda. Næsta frétt birtist þegar lögreglan tekur fram úr henni.

Auglýsing

læk

Instagram