Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar eitt kynferðisbrot eftir verslunarmannahelgina

Eitt kyn­ferðis­brot er til rann­sókn­ar hjá lög­regl­unni í Vest­manna­eyj­um eft­ir versl­un­ar­manna­helg­ina. Þetta kem­ur fram í færslu lög­regl­unn­ar í Eyj­um á Face­book.

Kæra var lögð fram aðfaranótt mánu­dags og atvikið átti sér stað skömmu eft­ir miðnætti. Um tengda aðila er að ræða og fékk þolandi viðeig­andi aðstoð, samkvæmt færslu lögreglunnar.

Sak­born­ing­ur var hand­tek­inn skömmu eft­ir að til­kynn­ing barst lög­reglu. Málið telst upp­lýst og rann­sókn vel á veg kom­in.

„Í til­efni af fréttaum­fjöll­un um kyn­ferðis­brot á hátíðinni upp­lýs­ist að ekki var um kyn­ferðis­brot að ræða í því til­viki þar sem maður var sleg­inn illa í and­lit og höfuð held­ur ótta við mögu­legt brot,“ seg­ir í færsl­unni.

Auglýsing

læk

Instagram