Auglýsing

Maðurinn sem var handtekinn og yfirheyrður í Eyjum er grunaður um kynferðisbrot

Maður­inn sem hand­tek­inn var í Vest­manna­eyj­um á laug­ar­dag er grunaður um að hafa brotið kyn­ferðis­lega á kon­unni sem fannst meðvitundarlaus í húsagarði rétt hjá öldurhúsi í bænum. Þetta kemur fram á mbl.is.

Sjá einnig: Einn yfirheyrður vegna líkamsárásar í Eyjum: Kona fannst nakin með mikla áverka

Nútíminn greindi frá því í gær að maðurinn hafi verið yfirheyrður vegna rannsóknar lögreglunnar í Vestmannaeyjum á líkamsárás í bænum um helgina. Enginn er í haldi lögreglu vegna málsins en lögreglan hefur nú staðfest að grunur leiki á að maðurinn hafi brotið kynferðislega á konunni.

Stundin greindi frá því að kona á fimmtugsaldri hefði verið flutt í skyndi með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur á laugardagsmorgun.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar fannst konan meðvitundarlaus í húsagarði rétt hjá öldurhúsi í bænum. Konan er sögð hafa fundist nakin og með mikla áverka, meðal annars á höfði. Telja heimildarmenn Stundarinnar að konan hafi höfuðkúpubrotnað.

Nútíminn hafði samband við lögregluna í Vestmannaeyjum sem vildi ekki staðfesta frétt Stundarinnar. Yfirlögregluþjónn sagði aftur á móti að til rannsóknar væri líkamsárás sem var gerð um helgina. Einn hefur verið yfirheyrður vegna málsins en enginn er í gæsluvarðhaldi vegna þess.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing