Miðar á tónleika Of Monsters and Men seldust á 100 þúsund krónur

Of Monsters and Men kom fram á tónleikum í Chicago í júlí í kjölfar tónlistarhátíðarinnar Lollapalooza. Miðar á tónleikana á sérstökum endursölumarkaði seldust á 737 dali, eða um 100 þúsund krónur, samkvæmt úttekt á vef Forbes.

Of Monsters and Men sendi nýlega frá sér plötuna Beneath the Skin. Platan fór beint í 3. sæti bandaríska Billboard-listans þegar hún kom út og hljómsveitin hefur fylgt plötunni eftir með tónleikahaldi víða um heim.

Sjá einnig: Of Monsters and Men á lagið í stiklunni fyrir krúttlegustu risaeðlumynd allra tíma

Samkvæmt úttekt Forbes hefur meðalverð á miðum á tónleika Of Monsters and Men hækkað úr 104 dölum í 119 á einu ári á endursölumarkaðnum. Árið 2012 var meðalverðið 70 dalir og þykir hækkunin til marks um vaxandi vinsældir hljómsveitarinnar.

Blaðamaður Forbes segir framkoma Of Monsters and Men á stórum tónleikahátíðum á borð við Lollaaalooza, Osheaga í Kanada, Sasquatch! og Austin City Limits hafa átt sinn þátt í að auka vinsældir hljómsveitarinnar og hækka miðaverð.

Auglýsing

læk

Instagram