Auglýsing

Mikið magn af skammbyssum og vélbyssum í húsleit á höfuðborgarsvæðinu: Hljóðdeyfar og skotfæri

Mikið af skotvopnum, m.a. skammbyssur og vélbyssur, og íhlutum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. Megnið af þeim vopnum sem fundust við leitina eru í eigu húsráðanda enda skráð á hann í skotvopnaskrá. Þó er ljóst að hluti vopnanna er það ekki og viðkomandi vopn ekki skráð hérlendis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Auk þessa var haldlagt nokkuð af skotgeymum sem ekki eru löglegir til innflutnings hérlendis, hljóðdeyfar og fleira smálegt. Húsráðandinn sem um ræðir er með skotvopnaleyfi og er með leyfi fyrir öllum þeim flokkum skotvopna sem í boði eru hérlendis, þ.m.t. safnvopnum.

„Tilurð málsins er að húsráðandi, sem er íslenskur karlmaður, var handtekinn á flugvelli í Bandaríkjunum í síðustu viku. Hann var á leið sinni til Íslands, en í flugfarangri hans fundust skotvopn, íhlutir skotvopna og skotfæri. Ólöglegur útflutningur skotvopna og tengdra hluta er litinn mjög alvarlegum augum vestanhafs og hefur maðurinn því setið í varðhaldi allt frá handtöku. Íslensk lögregla fékk í kjölfarið greinargóða tilkynningu um málið frá bandarískum löggæsluyfirvöldum og í framhaldinu fékk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu húsleitarheimild á heimili mannsins,“ segir í tilkynningunni.

Lögreglan hvetur alla þá sem hyggjast flytja til landsins skotvopn, skotfæri eða tengda hluti að gera slíkt á löglegan hátt. Í öllum tilvikum þarf að liggja fyrir innflutningsleyfi lögreglu áður en slíkt er flutt til Íslands og í mörgum tilvikum þarf líka útflutningsleyfi frá brottfararlandinu. Vopnasmygl er víða um heim lagt að jöfnu við skipulagða brota- eða hryðjuverkastarfsemi og viðurlög við slíku því jafnan mjög ströng.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing