Milljónamæringar streyma til landsins: Allt að 15 einkaþotur lenda í Reykjavík á dag

Milljónamæringar streyma til landsins ef marka má umfjöllun Morgunblaðsins í dag. Allt að 15 einkaþotur lenda á Reykjavíkurflugvelli á dag og nú er annasamasti tími ársins að hefjast.

Ein­ar Hrafn Jóns­son, rekstr­ar­stjóri BIRK Flig­ht Services, sem sinn­ir þjón­ustu við einka­flug­vél­ar á Reykja­vík­ur­flug­velli, segir í Morg­un­blaðinu í dag að minnst sé að gera um veturinn.

Stærstu mánuðirn­ir eru júlí og ág­úst. Þá er mikið af stærri vél­um. Svo er eitt­hvað hina tvo mánuðina í kring, en minnst um vet­ur­inn.

Einkaþotunum hefur fjölgað á ný eftir samdráttinn í hruninu, að sögn Einars. Nú er von á frá sex og upp í 15 vél­ar á dag þegar mest sé að gera.

Einar segir í Morgunblaðniu marga sem lenda í einkaþotunum á höttunum eftir einni tegund af afþreyingu: „Það eru marg­ir að koma í lax­inn núna,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Instagram