Milljónir kostar að lagfæra Snorralaug: Skemmdarvargarnir ganga lausir

5,5 milljónir verða settar í að lagfæra skemmdir sem unnar voru á Snorralaug Í Reykholti í október í fyrra. Skemmdarvargarnir eru ennþá ófundnir en lögreglan á Vesturlandi fer með rannsókn málsins sem telst óupplýst.

Snorralaug er ævaforn og hennar er getið í Landnámu og Sturlungu. Hún var friðlýst árið 1817 og er ein af fyrstu fornminjum Íslands sem voru friðlýstar.

Í frétt RÚV frá 12. október í fyrra kemur fram að skemmdarvargarnir virðast hafa baðað sig meðfram því að þeir skemmdu laugina því handklæði fundust á vettvangi.

Magnús Sigurðsson, minjavörður Vesturlands, sagði að einhver eða einhverjir hefðu rifið niður hleðslu sem er umhverfis laugina og rúllað grjótinu út í laugina.

Einnig virðist hafa verið tekið grjót innan úr bæjargöngunum og kastað í Snorralaug, svo það eru stórar grjóthrúgur í lauginni núna.

Magnús sagði að það þyrfti að fá sérhæfðan hleðslumann til að hlaða hleðsluna aftur upp.

Ríkistjórnin hefur nú ákveðið að leggja 316 milljónir í 850 í verkefni á stöðum sem þarfnast uppbyggingar og einnig á þeim sem hafa orðið illa úti vegna skemmda eða ágangs ferðamanna.

5,5 milljónir verða lagðar í Snorralaug sem þarf að endurhlaða að hluta.

Auglýsing

læk

Instagram