Morgunblaðið er búið að gefa áskrifendum sínum bíla upp á 22 milljónir á árinu

Dregið var í áskrif­enda­leik Morg­un­blaðsins í gær. Vinn­ings­haf­inn Ragnar Ólafsson hlaut glæsi­leg­an sportjeppa af gerðinni Suzuki Vit­ara GLX, að verðmæti 5,4 millj­ón­a króna. Morgunblaðið er búið að gefa áskrifendum sínum fjóra bíla á árinu að andvirði tæplega 22 milljóna króna.

Í febrúar voru hjón­in Ein­ar Guðmunds­son og Ásdís Svava Hrólfs­dótt­ir dregin úr potti áskrifenda og fengu glænýjan Volkswagen e-Golf að verðmæti 4,6 milljóna króna. „Hann sagði, ég held það sé bara að líða yfir mig og sett­ist,“ sagði Ásdís um viðbrögð eig­in­manns­ins í frétt um málið á mbl.is.

Í apríl vann svo Freyja Jóns­dótt­ir glæ­nýj­an bíl af gerðinni Toyota Corolla í áskrif­enda­happ­drætti Morg­un­blaðsins. Í frétt á mbl.is kom fram að bíllinn væri hlaðinn auka­búnaði og að verðmæti hans væri 4.899.000 krón­ur.

Í júli var svo dregið enn á ný í áskrifendahappadrættinu. Þá vann Hans Herbertsson glæsi­bif­reið af gerðinni Mercedes-Benz B Class með fjór­hjóla­drifi og 7Gtronic sjálf­skipt­ingu. Verðmæti vinn­ings­ins er tæp­ar sjö millj­ón­ir króna.

„Mig hef­ur alltaf dreymt um að eiga Benz. Kannski er þessi bíll þó í það minnsta. Við hjón­in erum bæði í golfi og þurf­um að koma fyr­ir tveim­ur golf­kerr­um, golf­sett­um og svona í bíln­um. Við eig­um eft­ir að tala við þá í Öskju um hvað við ger­um,“ sagði Hans á mbl.is en hann hefur verið áskrif­andi að Morg­un­blaðinu í meira en 40 ár.

Heildarverðmæti bílanna sem Morgunblaðið hefur gefið áskrifendum sínum á árinu er því um 22 milljónir króna.

Auglýsing

læk

Instagram