Myndband: Birgitta hvíslaði „hann er skrýtinn“ þegar Sigurður Ingi talaði í beinni á RÚV

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna tólf sem bjóða fram í Alþingiskosningunum sem fara fram í dag mættust í sjónvarpssal á RÚV í gærkvöldi. Tekist var á um ýmis málefni.

Það vakti athygli að í eitt skiptið þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og frambjóðandi Framsóknarflokksins, hafði orðið hvíslaði Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata: „Hann er skrýtinn“. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan. 

Sjá einnig: Vissi ekki að hann var í beinni þegar beðið var eftir Sigurði Inga: „Hvar látum við þennan feita vera?

Í þættinum gaf Birgitta sig af og til á tal við Oddnýju Harðardóttur, formann Samfylkingarinnar, sem var henni á vinstri hlið. Ekki er ólíklegt að hún hafi verið að tala við hana.  Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var Birgittu á hægri hlið.

Auglýsing

læk

Instagram