Myndir frá æfingu mennsku penslanna

Myndlistarmaðurinn Ingvar Björn Þorsteinsson framkvæmir gjörninginn United Transformation á sviði Gamla bíós í kvöld.

Ingvar stýrir nöktum mennsku penslunum í verkinu og tengir við tákn úr verkinu The Largest Artwork, sem hann kallar er stærsta samfélagsmiðlalistaverk í heimi.

Myndir frá æfingu sem fór fram í gær má sjá hér fyrir neðan.

Ingvar sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum að hann sé að bjóða heim í vinnustofuna til að geta leyft fólki að upplifa þessa stemningu og kveikja á öllum skynfærum.

Hugmyndin var að sameina heiminn í að gera eitthvað skemmtilegt en í kringum 78.000 manns frá 138 löndum tóku þátt. Þegar þú fórst inn á verkið las tölvan á hvaða stað þú værir og hversu marga vini þú ættir á Facebook og þá myndaðist ákveðið tákn. Í United Transformation mun ég sameina þessa tvo heima og fá fjórar stelpur til að mála líkama sína. Þá stýri ég þeim á milli táknanna sem ég mála.

Gjörningurinn verður tvinnaður við tónlistarflutning hljómsveitarinnar Vakar og rapparans Blaz Roca. Miðasala fer fram á Miði.is.

Mennskur pensill að verki:

Og útkoman:

mynd1

Auglýsing

læk

Instagram