Neitað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasektar upp á 33 þúsund krónur

Fjárfestinum Bala Kam­allak­har­an var neitað um íslenskan ríkisborgara rétt í dag vegna hraðasektar upp á 33 þúsund krónur. Þetta tilkynnti Bala á Facebook-síðu sinni í dag.  Sektina fékk hann eftir að hann sótti um ríkisborgararétt og hann greiddi hana strax. Hann þurfti því aðeins að greiða 30 þúsund krónur.

Á mbl.is kemur fram að Bala hafi verið búsettur á Íslandi í 11 ár. Hann er kvæntur íslenskri konu og á með henni tvö börn. Hann hefur fjárfest í nýsköpun hér á landi ásamt því að fá erlenda fjárfesta til landsins. Þá stofnaði hann Startup Iceland-ráðstefnuna sem hefur verið haldin árlega síðusut sex ár.

Hraðasektin var sú eina sem hann hefur fengið hér á landi. Á Facebook-síðu sinni segir Bala að það hafi tekið hann sex mánuði að fá svör frá Útlendingastofnun um af hverju umsókn hans var hafnað.

„Stóra spurningin er: Hefði ég fengið ríkisborgararétt ef þeir hefðu verið fljótari að afgreiða umsóknina mína?“ spyr Bala á Facebook-síðu sinni vegna þess að hann fékk sektina eftir að hann sótti um ríkisborgararétt.

Auglýsing

læk

Instagram