Níu hlutir sem breytast ef áfengi fer í matvöruverslanir

Frum­varp sem heim­il­ar sölu áfeng­is í versl­un­um var lagt fram í haust. Frumvarpið er afar umdeilt en hvað myndi breytast ef það yrði samþykkt? Nútíminn kannaði málið.

 

9. Hver mætti selja áfengi? Og hvenær?

Samkvæmt frumvarpinu mætti bara selja áfengi frá klukkan níu á morgnana til átta á kvöldin. Þá mega starfsmenn sem afgreiða áfengi ekki vera yngri en 18 ára. Það mættu ekki allar verslanir selja áfengi. Sérstaklega er tekið fram að ísbílar, pylsuvagnar og aðrir færanlegir veitingavagnar og markaðsbásar megi ekki selja áfengi. Og ekki heldur myndbanda- og mynddiskaleigur.

8. Verð gæti hækkað

Ef frumvarpið verður samþykkt án þess að breytingar verði gerðar á skattlagningu ríkisins á áfengi er líklegt að verð hækki. Álagning Vínbúðanna er lág, 12-18% en verslanir leggja talsvert meira á vörur sínar. Verð gæti því hækkað.

burgundi

7. Sumt gæti lækkað

Ætli við fáum að sjá svona?

beer_can

6. Aðgengi batnar

Ríkið rekur 48 Vínbúðir um allt land. Það eru fleiri verslanir en 10-11. Það er þó ekki þar með sagt að allir hafi greiðan aðgang að Vínbúðunum. Á Íslandi eru 74 sveitarfélög og miklu fleiri þéttbýli. Þá er opnunartími Vínbúða úti á landi talsvert takmarkaðri en á höfuðborgarsvæðinu og breytist oftar en ekki eftir árstíðum. Á Hvolsvelli er t.d. bara opið milli klukkan 14 og 18 á virkum dögum á veturna. Á Hvammstanga er bara opið milli 17 og 18 á veturna en milli klukkan 16 og 18 á sumrin.

5. Fólk hættir að þurfa að segja: „Ég komst ekki í ríkið“

Dr.-Who

4. Fjölmiðlar styrkjast

Í grein í Fréttablaðinu leiða forvarnarfulltrúar Reykjavíkurborgar líkur að því að áfengisauglýsingar verði leyfðar ef frumvarpið verður samþykkt. Ef áfengisauglýsingar yrðu leyfðar myndu fjölmiðlar óneitanlega styrkjast fjárhagslega.

3. Það verður auðveldara að flytja inn „skrýtið“ áfengi

Í dag fer vara sem kemur inn í sölukerfi ÁTVR fyrst í gegn um reynslusölu. Reynslusölutímabil er tólf mánuðir. Á tólfta mánuði er framlegð vörunnar mæld og þarf varan að ná framlegðarviðmiði. Vara sem ekki nær viðmiði fellur af söluskrá. Þá hefur ÁTVR hafnað því að selja drykki með þeim rökum að drykkurinn væri markaðssettar í stílhreinum og fagurlega skreyttum áldósum,  með listrænum teikningum, þar á meðal litríkum myndskreytingum af kvenmannsleggjum og að því er virðist nöktu holdi.

ÁTVR taldi augljóst að með þessu væri verið að vöruna spennandi og ögrandi á nautnalegan hátt og að kynferðisleg skírskotun þeirra blasti við. Léttúðugar myndir með nautnalegum, jafnvel lostafullum undirtón væru á mörkum hins almenna velsæmis.

ÁTVR verður ekki lengur til samkvæmt frumvarpinu þannig að þessar reglur myndu eflaust detta úr gildi.

tempt_cider

2. Unglingadrykkja minnkar

Meistararitgerð Gylfa Ólafssonar, við háskólann í Stokkhólmi, sýnir fram á að drykkja unglinga er meiri í þeim bæjarfélögum þar sem áfengisverslun er ekki til staðar. Rannsókn Gylfa tók til rúmlega 4.000 barna og spannaði ellefu ár, frá árinu 1997 til 2007.

tumblr_lerrqovtZV1qekdlao1_500

1. En þetta verður aldrei samþykkt

Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins er 67% þjóðarinnar á móti frumvarpinu. Það sem meira er, þá virðist ekki vera stuðningur fyrir því á þingi, samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins. Það breytist því ekkert. Strax.

tumblr_m7zhfelaYj1rwfazlo1_500

Auglýsing

læk

Instagram