Norðmaðurinn sem grunaður var um að hafa nauðgað sextán ára stúlku í Reykjavík laus allra mála

Norðmaður sem grunaður var um að hafa nauðgað sextán ára stúlku á skemmtistað í Reykjavík í lok síðasta mánaðar hefur verið látinn laus úr farbanni og mál hans látið niður falla. Vísir.is greinir frá þessu en málið þótti ekki nægilega líklegt til sakfellingar.

Í frétt DV.is um málið kom fram að maðurinn sem fæddur er árið 1975 hafi hitt stelpuna á skemmtistaðnum Tivoli bar í Hafnarstræti. Þar segir stúlkan manninn hafa nauðgað sér. Þau farið saman inn á salerni staðarins. Þar hafi hann rifið niður um hana buxurnar og við það hafi hún frosið og ekki þorað að gera neitt. Þá hafði maðurinn samræði við stúlkuna, þrátt fyrir mótmæli hennar.

Maðurinn var að kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu settur í farbann þann 10. nóvember síðastliðinn. Farbannið rann út 22. nóvember og hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að maðurinn sé farinn úr landi.

Auglýsing

læk

Instagram