Nýja myndbandið frá Úlfi úlfi er geggjað

Hljómsveitin Úlfur úlfur sendi í dag frá sér myndband við lagið Tvær plánetur í dag. Lagið er frábært og myndbandið líka.

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Helgi Sæmundur Guðmundsson, annar meðlima sveitarinnar, segir í samtali við DV að lagið sé eitt af fyrstu lögunum sem Úlfur úlfur gerði fyrir komandi plötu. „Titill lagsins er tilvísun í lag eftir Megas og það ætti að gefa innihaldið upp að eitthverju leyti,“ segir hann.

Myndbandið byggir á dansverki Hildar Ólafsdóttur sem flutt er af Helgu Kristínu Ingólfsdóttur, sigurvegara Dans Dans Dans. Myndbandinu er leikstýrt af Frey Árnasyni og framleitt af Tjarnargötunni.

Fylgdu Nútímanum á Facebook og Twitter og þú missir ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Instagram