Nýtt hótel í miðbænum: Lúxus í öllum herbergjum

Fyrsta des­em­ber opn­ar Apó­tek hót­el í einu sögu­fræg­asta húsi Reykja­vík­ur á horni Aust­ur­stræt­is og Póst­hús­stræt­is. Hót­el­herg­in eru 45 tals­ins og meðal ann­ars svíta á þrem­ur hæðum í turni húss­ins. Þetta kemur fram á Mbl.is.

Katrín Sverrisdóttur, fulltrúi fasteignafélagsins Regin, segir í samtali við Mbl.is að það hafi tekið sinn tíma að breyta húsinu í hótel og að ýmislegt hafi gengið á.

„Þetta er  náttúrulega gamalt hús og það er alltaf erfitt að taka gömul hús og breyta. En þetta er að koma og það styttist í opnun,“ segir hún.

Húsið er að hluta friðað og ýmislegt fær að halda sér. Innréttingar sem voru í skrifstofu borgarstjóra eru notaðar ásamt hluta af innréttingum úr Apótekinu. Að utan mátti svo litlu sem engu breyta.

Páll Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kea hotels, segir í samtali við Mbl.is að ekkert herbergi sé eins. Hann segir þriggja hæða svítuna vera mjög spennandi.

„Þar erum við með baðherbergi á efstu hæð og svefnherbergi á næstu. Svo hol á þeirri neiðstu. Þetta eru nokkrar herbergjatýpur en lúxusinn er klár allstaðar,“ segir hann.

Fylgdu Nútímanum á Facebook og Twitter og þú missir ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Instagram