Ókunnugir hjálpa þér að vakna með appi

Ein og hálf milljón manna í fleiri en 80 löndum nota appið Wakie til að fá hjálp við að vakna á morgnana. Og hjálpa öðrum.

Wakie appið virkar þannig að þannig að þú byrjar að stilla vekjaraklukkuna til dæmis á sjö. Næsta morgun hringir annar Wakie-notandi í þig klukkan sjö og þið spjallið saman í mest 60 sekúndur. Þegar 50 sekúndur hafa liðið ertu látin/n vita og samtalinu er svo slitið sjálfkrafa eftir eina mínútu.

Á vef appsins er sagt að enginn þurfi því að kveðja vandræðalega eða eiga í löngum samræðum. Þú getur einnig valið að fá að vekja fólk.

Wakie er í boði fyrir Android, Windows og verður bráðum í boði fyrir iOS.

Notar þú Wakie? Hafðu samband. Við erum forvitin að heyra um reynslu fólks af appinu.

Auglýsing

læk

Instagram