Ólafur Darri biðst afsökunar: „Ég hef sagt óveigandi hluti og tekið þátt í hegðan sem var ekki í lagi“

Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson skrifaði pistil á Facebook-síðu sína í kjölfar umfjöllunar í samfélaginu um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan ýmissa stétta. Í pistlinum sem lesa má í heild hér að neðan biðst Ólafur afsökunar á því að hafa bæði sagt óviðeigandi hluti og tekið þátt í hegðun sem var ekki í lagi.

Ólafur segist sjálfur hafa orðið fyrir bæði kynferðislegri áreitni og grófri valdbeitingu í leiklistinni. „Ég hef líka orðið vitni að óeðlilegum samskiptum milli fólks í okkar bransa oftar en ég kæri mig um að muna. En það sem verst er, ég hef líka sýnt af mér þessa hegðun,“ segir Ólafur.

Þegar ég lít tilbaka í dag þá verð ég að horfast í augu við að hafa misbeitt valdi mínu þegar ég var í yfirburðastöðu. Ég hef sagt óveigandi hluti og tekið þátt í hegðan sem var ekki í lagi. Og ég biðst afsökunar á því. Innilega

Ólafur segir að nú sé komið að karlmönnum að hlusta og nú þurfi allir að standa saman. „Ekki að reyna að réttlæta, færa rök fyrir, eða gera lítið úr. Bara að hlusta. Ekki að hafa áhyggjur af því sem gerist næst, heldur bara að hlusta. Við þurfum að gera þetta öll saman,“ segir Ólafur að lokum.

Kæru kollegar…Karlmenn fara alltaf í vörn. Þetta sagði þerapisti eitt sinni við mig. Og eftir smá umhugsun fannst…

Posted by Ólafur Darri Ólafsson on Föstudagur, 1. desember 2017

Auglýsing

læk

Instagram