Ólafur Darri umkringdur skemmtilegum leikurum í Spielberg-myndinni

Ólafur Darri fer með hlutverk í kvikmyndinni The BFG eftir engan annan en Steven Spielberg. Ólafur verður umkringdur stórskemmtilegum leikurum í myndinni.

 

Eins og Vísir greindi frá í gær fer Ólafur með hlutverk í kvikmyndinni The BFG. Myndin segir frá ungri stúlku, drottningunni af Englandi og velviljaða risanum BFG. Þau leggja af stað í ævintýraför sem gengur út á að ná risum sem leggja sér mannfólk til munns. Ólafur leikur einn af mannæturisunum.

 

Rebecca Hall fer með aðalhlutverkið í myndinni. Hún hefur komið víða við og lék meðal annars Vicky í kvikmyndinni Vicky Cristina Barcelona ásamt því að fara með hlutverk í Frost/Nixon, Everything Must Go og The Town.

Jemaine Clement fer með hlutverk í myndinni. Hann þekkjum við sem annan söngvara gríndúettsins The Flight of the Conchords, sem sló í gegn í samnefndum sjónvarpsþáttum. Clement hefur farið víða undanfarið og lék til dæmis vonda kallinn í Men in Black 3. Hér er hann í stuði:

Bill Hader þarf varla að kynna. Hann sló í gegn í Saturday Night Live en hefur grínað í myndum á borð við Forgetting Sara Marshall, Pineapple Express og Year One. Oftast í aukahlutverki og oftast mjög fyndinn.

https://www.youtube.com/watch?v=ZRbm7eHuAAo

Talað er um að Martin Freeman taki að sér hlutverk í myndinni. Hann leikur til dæmis í þáttunum Fargo, sem hafa slegið í gegn ásamt því að leika dr. John Watson í þáttunum Sherlock.

fargo-martin-freeman-cinemur

 

Auglýsing

læk

Instagram